Viðburðir
— Viðburðir —
Viðburðir
Herðubreið félags- og menningarheimili Seyðisfjarðar er kjörinn vettvangur fyrir tónleika og sýningar. Við tökum vel á móti alls kyns lista- og menningarviðburðum. Aðstaðan gerir ráð fyrir fjölbreyttum viðburðum. Það sem rýmin bjóða uppá er meðal annars nýtt kvikmyndahús, hljóðkerfi og nýuppgert svið (black box).
Áhættudreyfing
Herðubreið menningar og félagsheimili býður einnig uppá samkomulag með áhættudreyfingu fyrir listamenn, sýningar og aðra viðburði. Þá þarf ekki að borga fast gjald fyrir salinn sem þú leigir í staðin tökum við 20% + vsk af innkomunni eftir að tímabilinu lýkur. Að auki tökum við auka gjald fyrir tæknimenn og þrif. Innifalið í þessu samkomulagi er: Svið (blackbox), innbyggt hljóðkerfi með mixer, sviðsljós, stólar fyrir allt að 200 manns, og auglýsingar í gegnum Herðubreið. Þetta þýðir að Herðubreið mun kynna og hjálpa til að setja sýninguna upp í samstarfi við þig. Við getum einnig útvegað tæknimenn og miðasölu ef þarf. Áhættudreyfing þýðir að Herðubreið mun taka prósentu af miðasölu í staðin fyrir fasta leigu á salnum. Við tökum 20% + vsk og gerum upp reikning strax að sýningu lokinni. (Athugið: Gjald fyrir tæknimenn og miðasölu er ekki innifalið í þessu samkomulagi.)
Sætaframboð
Bíósalur sætaframboð 200 - föst sæti 120 / stólað upp á gólfi 80 / gólf án stóla 150